Ari Trausti heimsækir Árnessýslu

Ari Trausti Guðmundsson, forsetaframbjóðandi, heimsækir í dag fyrirtæki og fjölfarna staði í Árnessýslu.

Hann kemur við á bæjarskrifstofunum í Þorlákshöfn, Hveragerði og á Selfossi en meðal fyrirtækja sem Ari Trausti heimsækir eru Kjörís, Matvælastofnun, MS, Set, Landsstólpi og Flúðasveppir.

Þá verður komið við á fjölförnum stöðum og heilsað upp á íbúa.