Ari Trausti á ferð um Suðurland

Ari Trausti Guðmundsson, forsetaframbjóðandi, verður á ferðinni um Suðurland um helgina.

“Tilgangurinn er að hitta mann og annan og kynna mig og framboð mitt, ásamt því að óska eftir undirskriftum til stuðnings framboðinu. Í fyrstu ferð tekst mér að komast á suma þéttbýlisstaðina en ekki alla en ég biðst velvirðingar á því og vonast til að bæta úr þessu í júní,” segir Ari Trausti.

Á morgun, laugardag verður Ari Trausti á Selfossi, kl. 12 í Krónunni og kl. 13 í Bónus og Hagkaupum. Kl. 14 verður hann á Sunnlenska sveitamarkaðnum á Hvolsvelli og kl. 17 verður opinn fundur í Halldórskaffi í Vík. Að því loknu heimsækir Ari Trausti Dvalarheimilið Hjallatún í Vík kl. 19.

Á sunnudag kemur hann við á Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri kl. 12:10 og kl. 13:30 á Hótel Klaustri áður en hann heldur austur á Höfn.