Ari stefnir á 2. sætið

Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fram fer 22. mars 2014.

Ari hefur verið í bæjarstjórn Árborgar frá 2010 og forseti bæjarstjórnar frá sama tíma. Einnig er Ari formaður í félagsmálanefnd og formaður Héraðsnefndar Árnesinga.

Ari er fangavörður að atvinnu og var varabæjarfulltrúi frá 2002 -2010 og formaður Fangavarðafélags Íslands frá 1996-2004.

Ari giftur Ingunni Gunnarsdóttur sem starfar hjá Sýslumanninum á Selfossi og eiga þau þrjú börn.

Fyrri greinEinar Ágúst kosinn stallari
Næsta greinSelfoss mætir ÍR í bikarnum