Ari ráðinn umhverfisfulltrúi

Ari Eggertsson, skrúðgarðyrkjufræðingur, hefur verið ráðinn umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar.

Á fundi sínum í dag samþykkti bæjarstjórn Hveragerðis samhljóða að ráða Ara en hann var metinn afar hæfur til að gegna starfinu af Capacent sem hafði umsjón með ráðningarferlinu. Alls sóttu 28 aðilar um stöðu umhverfisfulltrúa.

Ari er menntaður skrúðgarðyrkjumaður og starfaði við fagið um árabil. Síðustu ár hefur hann gegnt stöðu kennara við Grunnskólann í Hveragerði þar sem hann hefur meðal annars starfað á svið umhverfismála í skólanum og verið verkefnastjóri „grænna málefna“ í skólanum.

Fyrri greinÞór steinlá í Vesturbænum
Næsta greinFjórir bílar ultu í mikilli hálku