Ari og Sandra á laugardagsfundi

Sandra Dís Hafþórsdóttir.

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi og Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir laugardagsfundum í Sjálfstæðishúsinu Austurvegi 38 klukkan 11 alla laugardaga.

Á morgun, laugardaginn 23. febrúar, verða gestir fundarins Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi og formaður félagsmálanefndar og Sandra Dís Hafþórsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar.

Munu þau ræða bæjarmál almennt og þá málaflokka sem þau sinna, það er félagsmál og fræðslumál og svara spurningum sem upp kunna að koma.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis og fríar kaffiveitingar á stuttum og snaggaralegum laugardagsfundi.