Ari forseti bæjarstjórnar

Ari Björn Thorarensen var kosinn forseti bæjarstjórnar Árborgar á fundi hennar í gær.

Þá var nefndaskipan einnig samþykkt en sjálfstæðismenn veita öllum nefndum formennsku. Eyþór Arnalds verður formaður Atvinnuþróunarnefndar, sem síðan verður lögð niður og málefni hennar fara undir bæjarráð, þar sem Eyþór gegnir formennsku.

Fulltrúar Samfylkingarinnar mótmæltu þessum ráðahag á bæjarstjórnarfundinum og töldu Atvinnuþróunarnefnd geta gegnt mikilvægu hlutverki og að hana þyrfti að efla.

Formenn annarra nefnda eru Guðmundur B. Gylfason sem verður formaður Félagsmálanefndar, Grímur Arnarson, verður formaður Íþrótta- og tómstundanefndar og Sandra Dís Hafþórsdóttir verður formaður Fræðslunefndar

Þá er Kjartan Björnsson sestur í formannsstólinn í Menningarnefnd og Gunnar Egilsson fer fyrir Umhverfis- og skipulagsnefnd. Þá er Elfa Dögg Þórðardóttir formaður Framkvæmda- og veitustjórnar.

Fyrri greinMagni og Móði á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinGunnar Örn áfram sveitarstjóri