Árekstur við Þjórsárbrú

Lögregla, sjúkrabifreið og björgunarsveitir eru nú við Þjórsárbrú þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið sem sat föst í snjó á veginum.

Í kjölfarið myndaðist allnokkur umferðarteppa sem unnið er að greiða úr. Engin slys urðu á fólki en alls voru 10 manns í bílunum tveimur.

Lögreglan segir að eitthvað sé um að bifreiðar hafi lent utan vegar í dag sem má rekja til skyggnis, færðar og að ökumenn ofmeti getu sína til aksturs við slíkar aðstæður.

Fyrri greinSálir Jónanna ganga aftur í Aratungu
Næsta greinÖkumenn þræta við björgunar-sveitarmenn