Árekstur á Þingvöllum

Árekstur varð við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum um hádegisbil í dag og var ófrísk kona flutt á sjúkrahús eftir hann.

Konan reyndist ómeidd.

Mikil hálka er á vegum í Þingvallasveit og í brekkunni ofan við þjónustumiðstöðina hafa bílar átt í erfiðleikum og lent útaf. Engin slys hafa orðið á fólki.