Árborgarbúar flaggi um helgina

Héraðssambandið Skarphéðinn hvetur íbúa Árborgar til að flagga íslenska fánanum á meðan á Landsmóti UMFÍ stendur.

Mótið mun standa yfir um helgina, frá fimmtudegi til sunnudags.

Búist er við fjölmenni enda keppendafjöldi mikill í flestum greinum. HSK hvetur íbúa til að flagga fyrir þessari glæsilegu íþróttahátíð og keppendum hennar.

Fyrri greinNý ferðamannaverslun á Selfossi
Næsta greinÓku utan vega í Lakagígum