Árborgarar hvattir til að huga vel að heilsunni

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 29. maí til 4. júní næstkomandi og tekur Sveitarfélagið Árborg þátt ásamt fyrirtækjum á svæðinu.

Hægt verður að komast frítt í sund, prófa crossfit, vatnsleikfimi, almenna líkamsrækt ásamt gönguferðum og taka þátt í sundkeppni sveitarfélaga.

Íbúar eru hvattir til að huga vel að heilsunni þessa viku sem aðrar og um að gera að leggja bílnum eins og hægt er þessa vikuna og nýta t.d. hjólið.

Fyrri greinRáðherra vígði nýja hamborgara-samstæðu
Næsta greinÓvæntur skellur á heimavelli