Árborgarar aðstoðuðu á Suðurnesjum

Fimm manns úr Björgunarfélagi Árborgar voru sendir á vettvang á Suðurnesjum undir kvöld til að sinna óveðursútköllum.

Miklar annir voru hjá björgunarsveitum á Reykjanesi þegar leið á daginn en samkvæmt upplýsingum frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu bárust um 140 aðstoðarbeiðnir á Suðurnesjum og hátt í 400 beiðnir á suðvesturhorninu öllu þegar veðurhvellurinn skall á í dag.

Björgunarfélag Árborgar var ekki kallað út „á heimavelli” fyrr en í kvöld þegar sinna þurfti fjúkandi skiltum og ruslatunnum á tveimur stöðum á Selfossi.

Fyrri greinFólki bjargað úr reykfylltu húsi
Næsta greinOfurölvi festi bílinn