Árborg: Vilja stagbrú yfir Ölfusá

Bæjaryfirvöld í Árborg vilja að byggð verð stagbrú með stólpa í Efri-Laugardælaeyju. Vegagerðin vill fara ódýrustu leiðina og byggja bogabrú norðan við eyjuna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en ný veglína Suðurlandsvegar og tvær útfærslur brúarstæðis yfir Ölfusá er nú í umhverfismati.

Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Fréttablaðið að nýjustu mælingar gefi til kynna að ekki sé svo mikill verðmunur á kostunum tveimur. Hún vonast til þess að Vegagerðin fallist á sjónarmið bæjaryfirvalda, enda hafi brú þar verið á skipulagi um langa hríð; bæði hjá Árborg og Flóahreppi.

Óvíst er hvenær af framkvæmdunum verður, en þær eru hvorki á vegaáætlun fyrir árið 2011 né 2012. Ragnheiður segir mikilvægt að fara sem fyrst í þær, enda sé um mikið öryggismál að ræða.

Fyrri greinUngfrú Suðurland krýnd í kvöld
Næsta greinVarað við eiturgufum