Árborg verður heilsueflandi samfélag

Anna Möller, landlæknir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri skrifuðu undir samninginn. Ljósmynd/Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur skrifað undir samning við embætti landlæknis um að gerast heilsueflandi samfélag. Það voru Anna Möller, landlæknir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sem skrifuðu undir samninginn í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í síðustu viku.

Viðstaddir voru m.a. bæjarfulltrúar, fulltrúar í stýrihópi Árborgar fyrir HSAM starfið og iðkendur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og körfuknattleiksfélags Selfoss.

Verkefnið Heilsueflandi samfélag hefur það að meginmarkmiði að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Sveitarfélagið Árborg hefur stofnað fimm manna stýrihóp um verkefni en hlutverk hópsins er að samþætta þau heilsueflandi verkefni sem eru í gangi í dag og koma nýjum verkefnum af stað í samráði við íbúa og fyrirtæki í samfélaginu.

Fyrri greinEgill og Þór með verðlaun á Smáþjóðaleikunum
Næsta greinHamar setti í sjötta gír í lokin