Árborg verður af tugum milljóna

Sveitarfélagið Árborg verður af tugum milljóna króna vegna vanrækslu eigenda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis við að tilkynna húsnæðið sé fullklárað. Í mjög mörgum tilfellum er fólk búið að búa í húsnæðinu um langan tíma.

Ef viðkomandi húsnæði er skráð sem fokhelt eru fasteignagjöld allt að helmingi lægri en þau væru ef húsin væru rétt skráð. Ekki færri en þrjúhundruð einbýlishús eru í þessum flokki, samkvæmt heimildum Sunnlenska.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinÍris Böðvars: Stækkum Litla-Hraun
Næsta greinKristín sveitarstjóraefni