Árborg veitir aftur menningarstyrki

Íþrótta- og menningarnefnd Árborgar hefur aftur fengið heimild til að úthluta litlum menningarstyrkjum til einstaklinga eða félagasamtaka sem eru í ákveðnum menningarverkefnum.

Styrkirnir eru settir upp með tvennum hætti eða sem verkefnastyrkir og starfsstyrkir.

Þessi styrkir voru lagðir af árið 2008 í efnahagshruninu en koma nú aftur að hluta. Upphæðin sem nefndin mun úthluta í desember er 300 þúsund krónur.

Fyrri greinMeirihlutinn í Árborg myndi falla
Næsta greinBjörgvin Karl Íslandsmeistari í Crossfit