Árborg vann örugglega

Lið Árborgar vann öruggan 41-101 sigur á Ísfirðingum í 16-liða úrslitum Útsvars í Sjónvarpinu í kvöld.

Eins og tölurnar gefa til kynna var Árborgarliðið í feiknaformi og er nú komið í 8 liða úrslit keppninnar.

Lið Árborgar skipa knattspyrnumaðurinn Páll Óli Ólason frá Litlu-Sandvík og Selfyssingarnir Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður og Hanna Lára Gunnarsdóttir, kennari.