Árborg vann í bráðabana

Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í æsispennandi viðureign Árborgar og Ölfuss í Útsvari í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Lokatölur, að loknum „venjulegum leiktíma“ voru 70-70, en lið Árborgar sigraði að lokum 72-70 og er komið í undanúrslit.

Lið Árborgar skipuðu þau Gísli Stefánsson, Gísli Axelsson og Herborg Pálsdóttir. Í liði Ölfuss voru þau Ágústa Ragnarsdóttir, Árný Leifsdóttir og Hannes Stefánsson.

Fyrri greinÁtta mörk í mögnuðu jafntefli
Næsta greinSendir fimm tegundir á markað í vor