Árborg tekur tvö lán

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að taka tvö lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., samtals að fjárhæð 173 milljónir króna.

Annars vegar er um að ræða lán að fjárhæð 113 milljónir króna til að fjármagna kaup sveitarfélagsins á Múla, húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi.

Hins vegar er um að ræða 60 milljón króna lán til að fjármagna lóðarkaup sveitarfélagsins en bæjarráð samþykkti á dögunum að gert verði kauptilboð í land meðfram Suðurhólum, í landi Dísarstaða, frá Gaulverjabæjarvegi að Gráhellu, í því skyni að þar verði lagður reiðvegur.

Fyrri greinNaglahlaup á Hvolsvelli á gamlársdag
Næsta greinBúist við ofsaveðri í kvöld