Árborg tekur jákvætt í móttöku flóttafólks

Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær var tekið jákvætt í erindi Velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks.

Vinna er farin af stað við að skoða hvað felst í móttöku flóttamanna og var framkvæmdastjóra sveitarfélagsins faið að vinna áfram að málinu.

Það er gert í samráði við velferðarráðuneytið, félagsmálastjóra, fræðslustjóra og fleiri samstarfsaðila.

Fyrri greinAð veita og þiggja
Næsta grein„Grunnskylda samfélaga að skapa öruggt umhverfi“