Árborg tapaði með minnsta mun

Lið Árborgar tapaði fyrir Reykjavíkurborg með eins stigs mun í undanúrslitum Útsvars í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Árborg hafði forystuna undir lokin en vopnin snerust í höndum liðsins og Reykjavík náði að knýja fram eins stigs sigur, 72-71 með því að svara síðustu spurningu kvöldsins.

Lið Árborgar skipuðu þau Gísli Stefánsson, Gísli Axelsson og Herborg Pálsdóttir.