Árborg styrkir Leikfélag Selfoss áfram

Sveitarfélagið Árborg og Leikfélag Selfoss hafa skrifað undir áframhaldandi þjónustusamning sem mun gilda út árið 2016.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Sigríður Hafsteinsdóttir, formaður Leikfélags Selfoss undirrituðu samninginn ásamt Kjartani Björnssyni, fomanni íþrótta- og menningarnefndar og F. Ella Hafliðasyni, varaformanni Leikfélags Selfoss.

Samningurinn felur í sér fastan rekstrarstyrk til leikfélagsins, greiðslu vegna sumarnámskeiða fyrir börn og unglinga og þátttöku leikfélagsins í viðburðum á vegum sveitarfélagsins.

Leikfélagið hefur áfram afnot af húsnæðinu í Sigtúni og í samningnum er sérstakt ákvæði um að vinna betur að viðhaldi þess á næstu árum.