Árborg styrkir Fischersetrið

Fischersetrið á Selfossi verður formlega opnað í gamla bankanum við Austurveg síðdegis í dag. Bæjarráð Árborgar samþykkti í morgun styrk til setursins.

Á bæjarráðsfundi í morgun var lagt fram erindi frá forsvarsmönnum Fischersetursins varðandi stuðning við stofnun safnsins.

Bæjarráð samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun vegna styrks til setursins að fjárhæð 250.000 kr. til fræðslu og kennslu í skák fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu.

Fischersetrið er í senn safn til minningar um Bobby Fischer og félagsheimili Skákfélags Selfoss og nágrennis. Opnunarhátíð setursins er síðdegis í dag.
Fyrri greinSunnlenskir knapar og hross á leið til Berlínar
Næsta greinBrockway farin heim