Árborg steinlá í Útsvarinu

Lið Árborgar tapaði stórt þegar það mætti liði Norðurþings í 8-liða úrslitum Útsvars í Sjónvarpinu í gærkvöldi, 116-55.

Árborg náði þar með ekki að komast í undanúrslit eins og í fyrra. Liðið náði sér ekki á strik í látbragðsleiknum og missti nokkuð flugið í kjölfarið.

Lið Árborgar skipa Páll Óli Ólason frá Litlu-Sandvík og Selfyssingarnir Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður og Hanna Lára Gunnarsdóttir, kennari.