Árborg skoraði hátt á afmælishátíð Erasmus+

Óhætt er að segja að að Sveitarfélagið Árborg hafi skorað hátt á 30 ára afmælishátíð Erasmus+ sem haldin var í Hörpu síðastliðinn miðvikudag. Skólaþjónusta Árborgar fékk gæðaviðurkenningu fyrir verkefnið „Nám, störf og lærdómssamfélag“ í flokknum leik-, grunn- og framhaldsskólastig.

Anna Ingadóttir, Páll Sveinsson og Þorsteinn Hjartarson tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd skóla og skólaþjónustu.

Verkefni Árborgar var valið úr öllum verkefnum í þessum flokki sem hafa hlotið Erasmus+ styrk síðastliðin þrjú ár.

Þá var ungmennaráð Árborgar tilnefnt í flokknum æskulýðsstarf fyrir verkefnið Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi. Verkefni ungmennaráðs var eitt þriggja verkefna sem tilnefnd voru í þessum flokki úr fjölmörgum öðrum.

Dómnefnd horfði til gæða, nýsköpunar, yfirfærslumöguleika, áhrifa til skemmri og lengri tíma og verkefnastjórnunar við val á verðlaunaverkefnunum.

Fyrri greinMílan tapaði úti
Næsta greinRichardson með 51 stig gegn Snæfelli