Árborg selur hluta Björkurstykkis

Landið sem um ræðir er innan rauðu línanna. Mynd/Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst til sölu 17,5 hektara lands í Björkurstykki á Selfossi sem ætlað er undir íbúðabyggð.

Svæðið nefnist Björkurstykki 3 og er hluti af uppbyggingarsvæði sem liggur sunnan Suðurhóla og meðfram Eyravegi. Sveitarfélagið leitar nú að áhugasömum aðila til að festa kaup á umræddu landi, og sjá í framhaldinu um deiliskipulagsgerð, hönnun, uppbyggingu innviða og sölu byggingarlóða.

Landið sem um ræðir er ekki deiliskipulagt en fyrirliggjandi eru deiliskipulagstillögur sem gera ráð fyrir allt að 296 íbúða byggð en hugmyndir eru uppi um að fjöldi íbúða á landinu geti orðið allt að 360.

Skilafrestur tilboða er til 19. desember næstkomandi.

Fyrri greinFrjálsíþróttaráð HSK hélt viðburð ársins
Næsta greinÁform Ölfusinga koma RARIK í opna skjöldu