Árborg segir upp Intrum

Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að segja upp samningum um milliinnheimtu við innheimtufyrirtækið Intrum.

Uppsagnarfrestur er sex mánuðir og verður sá tími nýttur til að endurskoða fyrirkomulag innheimtu.

Í bókun bæjarráðs segir að leitað verði tilboða í milliinnheimtu þar sem hagsmunir íbúa og sveitarfélagsins verði hafðir í fyrirrúmi.

Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum meirihlutans en Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá.

Fyrri greinRagnarsmótið hefst í kvöld
Næsta greinHrafnhildur og Eva í landsliðið