Árborg samdi við Súperbygg

Á grundvelli útboðs sem fram fór í lok síðasta árs hafa Leigubústaðir Árborgar gert samning við Súperbygg ehf á Selfossi, um þjónustu og viðhald íbúða leigubústaðanna á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri.

Samningurinn er gerður til tveggja ára en alls falla 102 íbúðir undir hann.

Ellefu verktakar buðu í verkið en kostnaðaráætlun þess hljóðaði upp á 11,4 milljónir króna. Súperbygg bauð 8.279.256 krónur í verkið en næsta boð á eftir var frá Fossanda ehf og var það 6.172 krónum, eða 0,07% hærra.

Fyrri greinÆtlar að selja allar íbúðirnar á árinu
Næsta greinHreggnasi undrast afgreiðslu sveitarstjórnar