Árborg og Flóahreppur skoða sameiningarmál

Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps ætla að funda þann 1. febrúar næstkomandi og ræða möguleikann á sameiningu sveitarfélaganna.

Eftir að sveitarfélögin átta í Árnessýslu hættu að skoða kosti og galla stórrar sameiningar í vetur lýsti bæjarráð Árborgar áhuga á því að ræða möguleika á sameiningu færri nærsveitarfélaga. Árborg leitaði því til Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að kanna áhugann á því.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti samhljóða að ræða mögulega sameiningu án allra skuldbindinga.

Skeiðamenn og Gnúpverjar höfnuðu hins vegar boðinu og mátu stöðuna þannig að ekki væri heppilegt að efna til slíkrar umræðu nú, þar sem stutt sé í sveitarstjórnarkosningar.

Fyrri greinJón Daði funheitur í bikarnum
Næsta greinKrabbamein kemur öllum við