Árborg lánar íbúum matjurtagarða

Sveitarfélagið Árborg mun lána þeim íbúum sem þess óska matjurtargarða í sumar. Garðarnir eru staðsettir vestan við Eyrarbakka þar sem ræktunarskilyrði eru sem best.

Hægt verður að fá lánaða 20 m² garða og er sótt um þá á heimasíðu Árborgar eða í afgreiðslu Ráðhússins.

Fyrri greinGunnar ráðinn þjálfari Selfoss
Næsta greinSelfoss fær Sindra Snæ að láni