Árborg kaupir ekki Björgunarmiðstöðina

Sveitarfélagið Árborg hefur fallið frá þreifingum við Íslandsbanka um kaup á Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Bankinn hafnaði tveimur tilboðum frá sveitarfélaginu. Samkvæmt heimildum Sunnlenska hljóðaði það fyrsta uppá 120 milljónir króna og hið síðara uppá 167 milljónir. Gagntilboð bankans nam 220 milljónum en bankinn leysti eignina til sín á 167 milljónir með ríflega 300 milljón króna afskriftum af lánum Glitnis.

Í samtali við Sunnlenska fréttablaðið segir Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, að sveitarfélagið hafi ekki ætla að ganga að kaupum nema leiga hússins gæti staðið undir fjárfestingu.

Fyrri greinSelfyssingar fara upp á Skaga
Næsta greinEyrún Halla stóð öðrum framar