Árborg í 8-liða úrslitin

Lið Árborgar er komið í 8-liða úrslit í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu eftir stórsigur á firnasterku liði Reykjanesbæjar í kvöld.

Lokatölur urðu 86-50. Reykjanesbær hafði frumkvæðið framan af en Árborg átti frábæran endasprett og vann að lokum öruggan sigur.

Lið Árborgar skipa þau Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir, Gísli Þór Axelsson, læknanemi og Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður.

Fyrri greinPlastiðjan flyt­ur til Reykja­vík­ur
Næsta greinÖruggt hjá Hamri gegn botnliðinu