Árborg hefur leik í Útsvarinu

Lið Árborgar hefur leik í spurningaleiknum Útsvari í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöld, þann 11. september.

Lið Árborgar þetta árið skipa þau Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Þór Axelsson. Fyrsta viðureign þeirra er á móti Hafnarfirði og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja liðið áfram.

Auk Árborgar munu Hveragerði, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ölfus verða fulltrúar Suðurlandsundirlendisins í vetur.

Fyrri greinBandmenn í Árnesi
Næsta greinMílan með tvö lið – Örn og Basti stýra