Árborg fékk skell í Útsvarinu

Lið Árborgar steinlá fyrir Ísafirði í fyrsta Útsvarsþætti vetrarins í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Lokatölur voru 98-48, Ísfirðingum í vil.

Þrautreynt lið Ísafjarðarbæjar tók forystuna strax í upphafi og lét hana aldrei af hendi.

Lið Árborgar skipuðu þau Guðrún Halla Jónsdóttir, þroskaþjálfi, Már Ingólfur Másson, sagnfræðingur og kennari og Ólafur Ingvi Ólason, frístundaleiðbeinandi og háskólanemi.

Fyrri greinPrentmet fær Svansvottun
Næsta greinSelfoss steinlá gegn FH