Árborg fékk frest til 15. október

Sveitarfélagið Árborg fékk frest til 15. október til að skila Eftirlits­nefnd með fjármálaum sveitar­félaga hugmyndum og tillögum að því hvernig brugðist verður við erfiðri skuldastöðu Árborgar.

Upphaflega átti að skila þeim til nefndarinnar í lok september.

Ásta Stefáns­dóttir framkvæmda­stjóri Svf. Árborgar sagði í samtali við Sunnlenska að verið væri að fara yfir forsendur fjárhags­áætlunar sem muni fylgja í bréfinu til nefnd­arinn­ar. Ásta segir að stíf vinna standi yfir hjá stjórnendum og starfs­fólki sveitarfélagins við að meta kostnað málaflokka. Ljóst er að herða þarf ólina á ýmsum svið­um, nánast verður frost í fjár­fest­ingum og hagræðingar munu fela í sér breytingar á starfsskipulagi.

Ekki er ljóst hvort gripið verði til hækkunar gjalda en útsvarsálag er í toppi. Ekki er búið að ákveða hvort hækkun verði á fasteignagjaldi en tekjur sveitarfélagsins munu lækka um 70 milljónir króna á næsta ári vegna lækkunar á verðmæti fasteigna.

Ætlað er að draga þurfi úr framlögum til byggðasamlaga, mögulega verður skorið niður framlag til Atvinnuþróunarfélags Suðurlands en boðað verður til aukafundar um málið í byrjun desember. „Sveitarfélög sem eru að draga úr grunnþjónustu sinni verða líka að horfa í þá átt,“ segir Ásta. Hún á fastlega von á að standast tímamörk Eftirlitsnefndar eftir viku.