Árborg fær aðvörun

Sveitarfélagið Árborg er í hópi þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent aðvörun vegna skuldsetningar og slæmrar rekstrarafkomu.

Tólf sveitarfélög fengu aðvörun og tíu til viðbótar munu fá slíka aðvörun innan skamms. Aðvörunina fengu þau sveitarfélög þar sem samanlagðar skuldir og skuldbindingar eru meira en tvöfaldar heildartekjurnar á einu ári. Eftirlitsnefndin óskar eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum um aðgerðir til að draga úr skuldsetningu og til að bæta rekstrarafkomu.

Í yfirliti sem eftirlitsnefndin hefur sent frá sér kemur fram að það eru lítil sveitarfélög sem standa hvað best og er Rangárþing eystra þar á meðal.