Árborg fær 37 milljóna króna framlag

Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra hefur gefið út reglur um út­hlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010. Sveitarfélagið Árborg fær langhæsta framlagið á Suðurlandi.

Auka­fram­laginu er ætlað að bæta rekstrar­stöðu sveitarfélaga en við ákvörðun um úthlutun framlagsins var m.a. horft til ársreikninga sveitarfélag­anna árið 2009. Árborg fær langhæsta framlag sveitarfélaga á Suðurlandi eða 37 milljónir króna.

Sérstakt aukaframlag Jöfnunar­sjóðs hefur verið veitt síðan 1999 að undanskildum árunum 2002 og 2005. Aukaframlag ársins er einn milljarð­ur króna og er framlaginu ætlað að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Með hliðsjón af ýmsum breytingum sem orðið hafa í rekstrarumhverfi skuldsettra sveitar­félaga hefur reglum um úthlutun framlagsins í ár verið breytt.

Sveitarfélög sem ekki nýta hámarks­útsvar á yfirstandandi ári fá ekki aukaframlag. 75% af framlaginu koma til greiðslu nú í þessari viku. Eftirstöðvar framlagsins verða greidd­ar í desember þegar upplýsing­ar um tekjuforsendur ársins 2010 liggja fyrir og endurskoðun fram­lagsins hefur farið fram.

Úthlutunin á Suðurlandi er eftirfarandi:
Sveitarfélagið Árborg 37.178.802 kr.
Mýrdalshreppur 3.739.798 kr.
Skaftárhreppur 13.919.442 kr.
Ásahreppur 0
Rangárþing eystra 0
Rangárþing ytra 441.959 kr.
Hrunamannahreppur 0
Hveragerðisbær 4.012.876 kr.
Sveitarfélagið Ölfus 2.613.129 kr.
Grímsnes- og Grafningshreppur 0
Skeiða- og Gnúpverjahr 4.327.504 kr.
Bláskógabyggð 1.091.371 kr.
Flóahreppur 0

Fyrri greinRúnar Steingríms: Löggæslumál, hvar er réttlætið?
Næsta greinHrina innbrota stendur yfir