Árborg eignast Hafnarlóðina

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að skipta á lóðum við ÍSB fasteignir ehf og með því hefur Árborg eignast allar helstu lóðirnar í miðbæ Selfoss.

Sveitarfélagið mun eignast lóðina Tryggvatorg 162969 sem er við brúarsporðinn á Selfossi, stundum kölluð Hafnarlóðin, en þar var verslunarhúsnæði Hafnar til margra ára og síðar verslanir Kaupáss.

Á móti eignast ÍSB fasteignir lóðina Gráhellu 88-100 og leigulóðarréttindi að Akurhólum 2, 4 og 6 og eru gatnagerðargjöld greidd.

„Þar með er sveitarfélagið búið að eignast allar helstu lóðir í miðbænum, þannig að svæðið sem Árborg á er orðið nokkuð heildstætt og það einfaldar uppbyggingu á því svæði,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, í samtali við sunnlenska.is.


Lóðir í eigu sveitarfélagsins eru merktar með bláu. Lóðin sem sveitarfélagið var að eignast er bleik og merkt T1.

Fyrri greinLeifur og Már ætla sér alla leið í Gullegginu
Næsta greinÆgir tapaði fyrir Álftanesi