Árborg beið lægri hlut

Árborg tapaði 78-57 þegar liðið mætti Skagafirði í Útsvarsþætti kvöldsins í Ríkissjónvarpinu.

Keppnin var jöfn og spennandi lengst af en Skagfirðingar stungu af í lokin. Árborg á þó ennþá möguleika á að komast í næstu umferð sem eitt af stigahæstu tapliðunum.

Lið Árborgar er skipað þeim Ragnheiði Ingu Sigurgeirsdóttur, Hrafnkeli Guðnasyni og Gísla Þór Axelssyni.

Fyrri greinRenuka hleypur gegn ebólu
Næsta greinÞórsarar sterkir í fyrri hálfleik