Árborg áfram í Útsvarinu

Lið Sveitarfélagsins Árborgar sigraði í kvöld Hornafjörð 58-42 í fyrstu viðureign Útsvarsins í Sjónvarpinu í vetur.

Sigur Árborgar var nokkuð öruggur, Hornfirðingar með Selfyssinginn Gissur Jónsson innanborðs, fengu fyrstu stigin en eftir það komust Árborgarar á skrið og unnu sannfærandi sigur.

Lið Árborgar skipa Hanna Lára Gunnarsdóttir, Þorsteinn Tryggvi Másson og Justin Bieber aðdáandinn Páll Óli Ólason.