Árbakki fallegasta gata Árborgar

Árbakki á Selfossi var valin fallegasta gatan í Árborg í ár en verðlaunin voru afhent síðdegis í dag á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi.

Íbúar götunnar komu saman ásamt fulltrúum bæjaryfirvalda, elsti og yngsti íbúi götunnar fengu blómvendi, þær Þórey Rún Magnúsdóttir og Lára Davíðsdóttir. Lára er nýlega flutt í götuna og var skiljanlega ánægð með þessar góðu móttökur.

Að því loknu afhjúpaði Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, skilti á götuhorninu þar sem fram kemur að gatan sé sú fallegasta í Árborg í ár.

Íbúar Árbakka taka virkan þátt í Sumar á Selfossi með því að skreyta götuna og ættu áhugasamir að kíkja þangað og skoða skreytingarnar.

Fyrri greinFetað í slóð Þórdísar ljósmóður
Næsta grein600 strákar á Olísmótinu