Árbær og Æskukot hlutu styrk

Leikskólarnir Árbær á Selfossi og Æskukot á Stokkseyri hlutu hvor um sig styrk uppá hálfa milljón króna úr Sprotasjóði á dögunum.

Árbær fékk styrkinn fyrir verkefnið Skapar skólabragur velferð barna?, en því er er ætlað að stuðla að líkamlegu og andlegu hreysti barnanna og að skoða hvernig börn geta tekið þátt í því að byggja upp skilning hjá starfsfólki á þörfum barna.

Æskukot fékk hins vegar styrk fyrir verkefnið Milli sjávar og sveita, þar sem nám og kennsla fer fram í gegnum tengsl skólastarfs við grenndarsamfélagið.

Fyrri greinSelós fær inni hjá SG
Næsta greinAllir í bað í kvöld!