„Árbær er frábær“

Í tilefni af degi leikskólans í dag, 6. febrúar, fóru leikskólabörn frá Árbæ á Selfossi í gönguferð að Bókasafni Árborgar og sungu nokkur lög á tröppunum fyrir framan safnið.

Börnin gengu fylktu liði að bókasafninu ásamt kennurum með stóran fána sem á stóð „Árbær er frábær“.

Þau sungu síðan fyrir gesti en gangandi vegfarendur og einhverjir foreldrar stoppuðu til að hlusta á börnin.

Myndir frá viðburðinum má sjá á heimasíðu Árborgar

Fyrri greinVerslun og þjónusta fær selfoss.is
Næsta greinEldhúsið opnar í dag