Árásarmaðurinn handtekinn á staðnum

Aðfaranótt laugardags kom til slagsmála á Flúðum sem lauk með þeim hætti að maður tók upp dúkahníf og lagði til annars og risti upp fótlegg hans, nánast frá hné niður að ökkla.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er með málið til rannsóknar þar sem þarna er um að ræða alvarlega líkamsárás.

Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum en lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um aðdraganda átakana, árásina og lyktir hennar að hafa samband í síma 480 1010.

Önnur líkamsárás var kærð á Flúðum aðfaranótt laugardags sem var kærð til lögreglu. Í því tilviki var um minni háttar árás að ræða þar sem stimpingar áttu sér stað milli ungs fólks.

Fyrri greinHjalti Tomm: Góðar fréttir af atvinnulífinu eða hvað?
Næsta greinTíu sóttu um forstjórastöðu á HSu