Áramótabrennur á Suðurlandi

Áramótabrenna á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Áramótabrennan á Selfossi verður kl. 17:00 á eldstæði við Gesthús. Björgunarfélag Árborgar verður með flugeldasýningu kl. 17:15 og skotið upp af Fjallinu eina.

Á Stokkseyri er brenna kl. 17 vestan við Kaðlastaði og á Eyrarbakka er brenna kl. 20:00 vestan við Hafnarbrú, norðan við tjaldstæðið.

Í Hveragerði verður áramótabrenna og flugeldasýning kl. 20:30 við Breiðumörk ofan Grýluvallar.

Á Laugarvatni verður brenna við Traustatún kl. 21:30.

Í Laugarási verður brenna við afleggjarann að Höfða kl. 20:30.

Í Reykholti verður brenna framan við gámasvæðið í Vegholti og hefst hún kl. 20:30.

Áramótabrenna verður á tjaldsvæðinu á Flúðum á gamlársdag kl. 17:00.

Áramótabrenna verður á Gaddstaðaflötum/Rangárbökkum við Hellu kl. 17:00 á gamlársdag. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu fer fram kl. 17:30 og er vel sýnileg frá brennunni.

Í Vík í Mýrdal verður brenna á bílastæði vestarlega í Víkurfjöru kl. 16:30 og flugeldasýning kl. 17:00.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSmásagnahöfundar í Hveragerði verðlaunaðir