Áramótabrennunni á Selfossi frestað

Áramótabrennu Selfyssinga hefur verið frestað vegna veðurs og verður hún haldin að öllu óbreyttu á sama tíma, kl. 16:30 á nýjársdag.

Brennustæði Selfyssinga er á gámasvæðinu í Víkurheiði í Sandvíkurhreppi.

Ekki er búið að fresta brennunum á Eyrarbakka og Stokkseyri og verður kveikt upp í þeim kl. 20 í kvöld.

Fyrri greinJón Daði Sunnlendingur ársins í útvarpinu
Næsta greinGleðilegt nýtt ár!