Áramóta- og þrettándabrennum á Suðurlandi aflýst

Áramótabrenna á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurlandi funduðu í vikunni með lögreglustjóra og fulltrúa sýslumanns og varð niðurstaða þess fundar að ekki verði haldnar áramóta- eða þrettándabrennur.

Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af þeim samkomutakmörkunum sem í gildi eru, en samkvæmt núgildandi reglum má ekki gefa út leyfi fyrir viðburðum sem standa eftir kl. 21 og almenna reglan um 10 manna samkomutakmarkanir gildir um viðburði af þessu tagi eins og aðra.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is verða þó haldnar flugeldasýningar á einhverjum stöðum, til dæmis stefnir Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum á að halda flugeldasýningu laugardaginn 9. janúar.

Fyrri greinForvarnarfræðsla í fjarfundi
Næsta grein„Hefur gengið alveg rosalega vel“