Appelsínugulir gleðigjafar stigu dans

Fjölbrautaskóli Suðurlands fylltist í morgun af dansandi appelsínugulum fyrirbærum. Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á vorönn.

Fyrirbærin eru byggð á teiknimyndapersónunni Lorax sem er úr samnefndri bíómynd gerð eftir sögu Roald Dahl.

Appelsínugulu gleðigjafarnir stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð.

Nú hefst próflestur, en um 108 nemendur hyggjast brautskrást úr námi við skólann af lengri og styttri brautum. Brautskráning vorannar fer fram laugardaginn 25. maí og hefst kl. 14.

Fyrri greinÆvintýraópera á Stokkseyri um helgina
Næsta greinJúlíus Óli í Selfoss