Appelsínugul viðvörun í dag

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun dagsins og er nú appelsínugul viðvörun í gildi á Suðurlandi frá klukkan 10 til 19 og á Suðausturlandi frá klukkan 13 til klukkan 2 í nótt.

Kröpp lægð er upp við landið og er reiknað með suðvestan og síðar vestan 20-28 m/sek á Suðurlandi og staðbundnum vindhviðum yfir 35 m/s.

Einnig má búast við skúrum og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og engu ferðaveðri.

Á Suðausturlandi má búast við vindhviðum allt að 40 m/sek, til dæmis undir Mýrdals- og Vatnajökli. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu.

Fyrri grein2,4 milljónir króna á Suðurland
Næsta greinÓsætti í leigubíl