Búið að opna Heiðina og Þrengslin

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Grétar Guðmundsson

UPPFÆRT KL. 14:00: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli að nýju, en þar er hálka og éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er ennþá lokuð.


Hellisheiði og Þrengslum var lokað um klukkan níu í morgun vegna veðurs. Á Hellisheiði eru 24 m/sek og allt að 31 m/sek í hviðum.

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun dagsins í appelsínugula og gildir hún til klukkan 15 í dag.

Spáð er hvassviðri með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni í éljum. Akstursskilyrði verða erfið og gætu komið til lokana á vegum með stuttum fyrirvara.

Fyrri greinHlaupvatn úr Hvítá skilar sér á Selfoss í fyrramálið
Næsta greinSundlaugarnar opna aftur