Appelsínugul viðvörun fyrir allt landið

Mynd/Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir fyrir allt landið, nema höfuðborgarsvæðið, í dag og á morgun, sunnudag.

Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi frá kl. 16 í dag til kl. 16 á sunnudag. Gert er ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/sek og mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Til dæmis má búast við vindhviðum yfir 40 m/sek undir Eyjafjöllum.

Útlit fyrir snjókomu með lélegu skyggni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Stórhríð verður vestan- og suðvestanlands í fyrramálið.

Fyrri greinGul viðvörun: Sterkar hviður undir Eyjafjöllum
Næsta greinLokað undir Eyjafjöllum